NÝNEMAVIKAN
Nýnemavika í ML er ein af skemmtilegustu hefðum skólans og fer fram strax í upphafi skólaárs. Hún er hugsuð til að brjóta ísinn, hjálpa nýnemum að kynnast og gefa öllum tækifæri til að upplifa stemninguna sem einkennir ML. Fyrsta vikan er full plönuð af Nemendafélaginu Mímir og stemmir hún frá mánudags til föstudags. Dagskráin inni heldur allt frá hópaleikjum og boðhlaupum yfir í speed dating til þess að kynnast eldri nemendum og loks nýnema bingó. Svo af sjálfsögðu eru nýnemarnir skírðir ML- ingar á föstudeginum og fer fram nýnemaball um kvöldið. Fyrstu dagarnir í ML verða þannig eitthvað sem enginn gleymir.
NÝNEMABALL
Nýnemaballið er haldið að kvöldi til fyrsta föstudags, eftir nýnema skírnina og er því stór lokahnykkur á nýnemavikunni. Þetta er fyrsta ball skólaársins af fjórum sem haldin eru af nemendafélaginu Mímir. Má segja að ballið marki upphafið að félagslífinu í ML og er tilgangurinn einfaldur: að ná öllum saman á dansgólfið, blanda nýnemum og eldri nemendum og hefja árið með góðri stemningu.
ML-TÍMAR OG BEKKJARMÓT
ML-tímar eru íþróttatímar fyrir alla nemendur. Mæting er alltaf valfrjáls og eru tímarnir utan skólatíma. Íþróttaformenn skipuleggja tímana og sjá um að halda þá í íþróttahúsinu. Þeir eru klukkutími hver og dagskráin fjölbreytt þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mánaðarlega eru haldnar keppnir milli bekkja í ýmsum hópíþróttum, t.d. í fótbolta, körfubolta eða bandý.
BLÍTT OG LÉTT
Blítt og létt er söngkeppni skólans sem haldin er á haustönninni. Keppnin er haldin í íþróttahúsinu og er sama dag og kynningardagur ML, þegar krakkar úr ýmsum grunnskólum á suðurlandi koma og skoða skólann og kynnast honum, þannig það er fullt af áhorfendum á keppninni.
DRAUGAGANGUR
Draugagangur er hefð sem haldin er þegar fer að líða að hrekkjavöku. Þá er N-stofan breytt í myrkvað bíó, þar sem hryllingsmynd er sýnd á meðan hópar nemenda skiptast á að ganga um skólann í niðamyrkri. Um skólann leynast meðlimir nemendafélagsins Mímir klædd upp í ýmis óhugnanleg gervi, tilbúið að bregða og hræða.
KLEÓ
Kareóki keppnin Kleó er haldin á haustönn og er þar mikil gleði og skemmtun. Þar fá nemendur að koma upp og taka lag að eigin vali, má það vera einsöngur eða jafnvel 2-5 saman. Það þarf ekki að vera fullkomnum söng heldur gæti það jafnvel bara verið til gamans.
BÖDDINN
Á vorönn er haldin „spelling bee“ keppni þar sem nemendur fá að spreyta sig í stafsetningu og reyna á stafsetningarhæfileikana sína, keppnin ber nafnið Böddinn. Rétt þarf að stafa þau orð sem lesin eru upp af tómstundarformanni er það ekki alltaf auðvelt þar sem orðin eru mis erfið og löng. Í loftinu er mikil spenna og gleði.
DIDDINN
Diddinn er hin stórkóstlega hæfileikakeppni þar sem nemendur fá tækifæri til að skína með sínum einstöku hæfileikum, hvort sem það er uppistand, dans eða bara eitthvað sprell. Keppnin er sprengfull að skemmtun, húmor og allskyns óvæntum flutning. Diddinn er haldinn á haustönn.
SKALLINN
Skallinn í ML er drag-keppni haldin á vorönn sem hreinlega rífur upp alla stemningu! Þar klæða þátttekendur sig upp í sína bestu drag útgáfur og keppa í því að vera ekki bara flottir heldur líka með rétta attitjúdið og húmorinn. Skallinn er ekki bara keppni heldur er þetta sýning þar sem allir skemmta sér og hlægja.
NÁTTFATABALL
Náttfataballið er annað ball skólaársins og er yfirleitt haldið í miðjum nóvember. Það er einstakt að því leyti að allir mæta í náttfötunum sínum! Klæðnaðurinn getur verið þægilegar náttbuxur, kósígalli eða jafnvel glitrandi náttkjóll. Ballið sameinar afslappaða stemningu og fjöruga dansgleði þar sem enginn tekur sig of hátíðlega. Á náttfataballinu er dreyft rós frá leynivin til leynivins og fá þá nemendur að vita hver hefur verið að gleðja þá út leynivinavikuna.
FRAMBOÐSVIKA OG STJÓRNARSKIPTI
Framboðsvika og stjórnaskipti nemendafélagsins Mímis fara fram í febrúar en þá bjóða nemendur sig fram til embætta, setja upp áróðsbása og kynna stefnur sínar fyrir samnemendum. Hápunktur vikunnar er Rauðkál, ræðukvöld þar sem frambjóðendur flytja ræðurnar sínar og sýna hvað þeir hafa upp á að bjóða. Næsta dag fer fram kosningin þar sem nemendur kjósa þann sem þau vilja sjá í hverju embætti. Vikunni eftir er síðan haldinn aðalfundur, þar sem niðurstöður kosninga eru kynntar og nýja stjórnin fær formlega titla sína. Gamla stjórnin fer í stjórnaferð í viku til að fagna árangri. Stjórnaskiptin enda svo með stjórnaskiptaballi.
STJÓRNARSKIPTARBALL
Stjórnaskiptaballið er þriðja ball skólaársins og er haldið í febrúar, þegar ný stjórn nemendafélagsins hefur verið kjörin. Þá er haldið ball til þess að fagna bæði nýju og gömlu stjórninni en sú gamla mætir beint á ballið frá útlöndum eftir stjórnaferð. Að auki fær útskriftarhópur seinasta skólaárs að mæta á ballið, sem gerir það enn fjölmennara, þar sem nýnemar, eldri nemendur og útskriftarárgangurinn koma saman undir einu þaki.
DAGAMUNUR OG DOLLI
Dagamunur og Dollinn eru haldnir árlega í mars, þá víkur hefðbundið nám fyrir fjölbreyttum námskeiðum, fræðslu og opnu húsi fyrir 10. bekkinga og foreldra. Í lokin fer fram Dollinn sem er litrík og fjörug þrautakeppni þar sem lið takast á í alls konar verkefnum um skólann og loks þrautabraut. Að þessu loknu tekur við árshátíðin, ein glæsilegasta samkoma ársins. Nemendur mæta í sínu fínasta, fá góðan kvöldverð, njóta skemmtiatriða og ljúka kvöldinu á balli með lifandi tónlist og dansi.
ÁRSHÁTÍÐ
Árshátíðin er haldin í mars. Í boði er þriggja rétta máltíð fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Árshátíðarformenn ráða veislustjóra og velja þema fyrir árshátíðina. Hver bekkur semur skemmtiatriði sem þau flytja fyrir hina bekkina. Eftir kvöldmatinn er haldið lítið ball.
ML-TRÖLL OG SKESSA
Íþróttaformenn sjá einnig um krafta-keppnina ML-tröll og skessa. Í krafta-keppninni sem haldin er á vorönn, er keppt í allskonar þrautum, t.d. að draga bíl, bera lóð og að færa önnur þyngsli fram og til baka. Sigurvegararnir tveir, einn strákur og ein stelpa, eru svo krýnd ML-tröll og ML-skessa.
ÞEMABALL
Þemaballið er fjórða ball skólaársins og er það haldið í apríl. Það eru skemmtinefndarofmenn sem velja þema hverju sinni og mæta allir í búningum eða klæðnaði í stíl við það þema sem valið var. Undanfarin ár hafa þemun meðal annars verið Disco, Hawaii og 80s en listinn er óteljandi og ekki misjafn. Þemaballið er seinasta ballið og skemmtir sér þá sá nemendahópur sér saman í síðasta skipti áður en skólaárinu lýkur og er það er alltaf jafn eftirminnilegt.
VATNSSLAGUR OG SNJÓSTRÍÐ
Vatnsslagurinn er haldinn í lok árs. Skaffaðar eru fötur og HELLINGUR af vatni. Fólk sleppir ekki þurrt úr þessum slag. Svo er bara allt brjálað og vatni skvett út um allt.
Snjóstríðið er haldið að vetri til þegar veður leyfir. Fólk klæðir sig upp í hlýjustu fötin sín og halda svo út að kasta snjóboltum í skólafélaga sína. Aftur er það fyrsti bekkur á móti rest.
DIMMISJÓ OG ÚTSKRIFT
Í maí fer fram Dimmisjón (Dimmision) í ML þar sem útskriftarnemendur koma saman í stórum og skemmtilegum búningum til að fagna lokum skólagöngu sinnar. Á Dimmisjó er Skræðan borinn fram og fer svo útskriftarhópurinn í hitting með starfsfólk skólans þar sem hópurinn kveðst. Seinna fer fram útskriftin sjálf þar sem fjölskylda og vinir eru boðnir á Laugarvatn til að fylgjast með athöfn útskriftarinnar og er svo loks haldin útskriftarveisla.
BUBBA
Bubba er útilega nemendafélagsins sem haldin er í sumarfríinu. Útilegan er heil helgi, frá föstudegi til sunnudags og er yfirleitt haldin í byrjun júlí. Bjóða má fyrrverandi ML-ingum eða tilvonandi ML-ingum. Bubba er góð leið fyrir nemendur að halda tengingu um sumrin og kynnast nýju nemendunum áður en komið er í skólann. Á síðustu Bubbu voru í fyrsta skipti haldnir Bubbuleikar með glæsibrag.