Lög hinseginfélagsins Yggdrasils er inn í lögum Mímirs.
11.1 Félagið heitir Yggdrasill. Varnarþing þess er Menntaskólinn að Laugarvatni.
11.2 Tilgangur félagsins er að auka fræðslu um hinsegin málefni í skólanum og að veita hinsegin nemendum skólans stuðning.
11.3 Meðlimir félagsins eru svokallaðir meðvitar, en hvaða nemandi skólans sem er má vera meðviti.
11.4 Stjórn:
11.4.1 Embætti stjórnar félagsins eru fjögur; oddviti, hálfviti, netviti og ritviti.
11.4.2 Oddviti er andlit félagsins út á við. Starf oddvita felst í því að sjá um að allt gangi smurt fyrir sig innan félagsins, að sýna frumkvæði, bera ábyrgð og boða til funda.
11.4.3 Hálfviti er staðgengill oddvita, eða vinstri hönd hans.
11.4.4 Netviti sér um samfélagsmiðla félagsins og er einskonar markaðsfulltrúi þess. Starf netvita felst aðallega í því að hanna og setja upp auglýsingar félagsins og að aðstoða ritvita við fréttir sem birtast á heimasíðu skólans.
11.4.5 Ritviti sér um að skrifa fundargerðir og halda utan um gögn félagsins, t.d. lög þess. Ritviti sér einnig um að skrifa fréttir á heimasíðu skólans í samvinnu við netvita.
11.5 Aðalfundur:
11.5.1 Aðalfundur fer fram í september á ári hverju.
11.5.2 Stjórn skal kosin til eins árs í senn með leynilegri atkvæðagreiðslu sem far fram á aðalfundi.
11.6 Embætti oddvita fylgir borðfáni í hinseginlitunum. Fáninn skal ávallt fylgja oddvita og ber oddvita skylda að varðveita hann yfir sitt kjörtímabil. Fáninn skal afhentur nýjum oddvita þegar hann er kjörinn ár hvert.
11.7 Hinseginfélagið skal sjá um að halda hinseginvikuna á haustönn ár hvert.