Ný önn framundan, hlökkum svo til!
Oddviti er andlit félagsins út á við. Starf oddvita felst í því að sjá um að allt gangi smurt fyrir sig innan félagsins, að sýna frumkvæði, bera ábyrgð og boða til funda.
Þórey Kristín Rúnarsdóttir
Hálfviti er staðgengill oddvita, eða vinstri hönd hans.
Arnaldur Ármann
Netviti sér um samfélagsmiðla félagsins og er einskonar markaðsfulltrúi þess. Starf netvita felst aðallega í því að hanna og setja upp auglýsingar félagsins og að aðstoða ritvita við fréttir sem birtast á heimasíðu skólans.
Emelía Karen Gunnþórsdóttir
Ritviti sér um að skrifa fundargerðir og halda utan um gögn félagsins, t.d. lög þess. Ritviti sér einnig um að skrifa fréttir á heimasíðu skólans í samvinnu við netvita.
Sara Mist Sigurðardóttir